Dagur og Björn ræða saman í dag

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, höfum ákveðið að hittast í dag og stíga næstu skref í sameiningu,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, í aukafréttatíma Ríkisútvarpsins vegna kosninganna sem hófst kl. 12.

Rætt var við Dag og Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Halldór sagði í samtali við mbl.is í morgun að hann teldi boltinn væri hjá öllum flokkunum sem hefðu fengið fulltrúa í borgarstjórn.

Sam­fylk­ing­in er stærsti flokk­ur­inn í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur með fimm borg­ar­full­trúa og 31,9% at­kvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra borg­ar­full­trúa, eða 25,7% fylgi.Björt framtíð er með tvo full­trúa og 15,6% at­kvæða,

Fram­sókn með tvo full­trúa og 10,7% at­kvæða, Vinstri græn með einn full­trúa og 8,3% at­kvæða og að lok­um Pírat­ar með einn full­trúa og 5,9% at­kvæða. Hvorki Dög­un né Alþýðufylk­ing­in fengu kjör­inn full­trúa í borg­ar­stjórn.

mbl.is hefur ítrekað reynt að ná í Dag B. Eggertsson og S. Björn Blöndal í morgun án árangurs. 

Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar.
Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert