10 ár fyrir brot gegn 10 ára stúlku

AFP

Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að hafa veist að tíu ára stúlku, ekið með hana á afvikinn stað og brotið gegn henni kynferðislega. Maðurinn var dæmdur í 10 ára fangelsi en áður hafði héraðsdómur dæmt hann í sjö ára fangelsi.

Brot mannsins, Stefáns Reynis Heimissonar, þótti þaulskipulagt og brotavilji hans styrkur og einbeittur, auk þess sem það beindist að varnarlausu barni sem átti sér einskis ills von og varði í rúmar tvær klukkustundir.

Stefáni var einnig gert að greiða stúlkunni 4.000.000 krónur í skaðabætur auk vaxta.

Í málinu kom fram að Stefán hafði, áður en hann framdi brot sín, hlaðið niður í farsíma sinn stundatöflum nokkurra grunnskóla og æfingatöflum þriggja deilda íþróttafélags, auk þess sem í bifreið hans fundust miðar með nöfnum og símanúmerum þriggja ungra stúlkna.

Stefán játaði sök fyrir dóm en kveðst ekki muna atburðina vegna langvarandi fíkniefnaneyslu.

Í dóminum kemur fram að atburðurinn hafi haft gríðarlega miklar og víðtækar afleiðingar á stúkluna. Hún þori ekki út, geti ekki verið ein á heimilinu, sofni ekki ein og fari ekkert ein heldur þurfi að fylgja henni í tómstundir, skóla og fleira. Áhrifin á fjölskylduna alla eru mikil.

Sjá dóm Hæstaréttar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert