Árni Páll stöðvaði Seðlabankann

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, beitti sér gegn því sem efnahags- og viðskiptaráðherra 2010-2011, að Seðlabankinn stöðvaði viðskipti einstaklinga við erlend tryggingafélög. Hann telur enn að slík inngrip séu of íþyngjandi.

Sem kunnugt er gerði Seðlabankinn breytingar á reglum um gjaldeyrismál 19. júní, í því skyni að stöðva óheimila söfnun sparnaðar hjá erlendum tryggingafélögum. Varðar bannið tryggingar tugþúsunda Íslendinga.

Árni Páll segist hafa sem ráðherra litið svo á að Seðlabankinn gæti ekki stigið það skref að banna umrædd viðskipti. Fram hefur komið að þau hafi leitt til um 10 milljarða útstreymis gjaldeyris á ári.

Of íþyngjandi aðgerð

„Seðlabankinn kynnti á sínum tíma hugmyndir um að takmarka þennan þátt viðskipta yfir landamæri. Um þetta var dálítið rætt, m.a. man ég eftir fundi með fulltrúa hagsmunaaðila á árinu 2011. Afstaða mín var ósköp einfaldlega sú að þetta væri of íþyngjandi aðgerð, varðaði fjölda fólks og takmarkaði grundvallarréttinn til frjálsra viðskipta yfir landamæri,“ segir Árni Páll.

„Niðurstaða Seðlabankans á þeim tíma, eftir nokkrar umræður, var að þessir samningar samrýmdust haftalögunum. Í þessum haftamálum er ábyrgðin á hendi ráðuneytisins og ráðherrans. Seðlabankinn hefur annað hlutverk við stjórnsýslu hafta en þegar hann stjórnar peningamálum. Við stjórn peningamála er hann fullkomlega sjálfstæður og stjórnvöld hafa engin afskipti af ákvörðunum hans þar. Þarna er Seðlabankinn að vinna tiltekið verkefni og ábyrgðin er í höndum ráðherrans á hverjum tíma. Þess vegna er verklagið auðvitað annað. Þess vegna hlýtur maður að spyrja hver er afstaða ráðherrans til þessa máls,“ segir Árni Páll og vísar til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

„Því að þetta stjórnskipulag hefur ekkert breyst. Ráðherrann er enn þá formaður samráðsnefndar um afnám gjaldeyrishafta, alveg eins og var í fyrri tíð. Stjórnvöld bera ábyrgð á að marka stefnuna og því hversu langt er gengið. Ég hef ekki breytt um mína afstöðu til þessa. Mér finnst mjög holur hljómur í því þegar menn tala um að það þurfi að flýta afnámi hafta ef þeir geta ekki þolað þetta útstreymi. Maður hlýtur þá að spyrja sig hvernig afnám á að líta út, ef þetta takmarkaða útstreymi á að ógna þjóðarhag.“

Stjórnvöld á hreinni haftaleið

- Hver er þín skoðun á þeirri ákvörðun Seðlabankans að breyta reglum um gjaldeyrismál 19. júní?

„Ég einfaldlega tel að þarna séu stjórnvöld á hreinni haftaleið og ég skil ekki hvað menn eru alltaf að tala um ákvarðanir Seðlabankans í þessu efni. Seðlabankinn er þarna að breyta um stefnu frá fyrri túlkun og það er óhugsandi að slík stefnubreyting sé ákveðin nema að ráðherrann samþykki hana og telji hana eðlilega.“

- Telurðu að það sé verið að stíga skref í þá átt að loka landinu?

„Ég held að það blasi við hverjum manni. Það er ekki kræsileg framtíðarsýn að búa í landi þar sem fólk getur ekki verið frjálst að því að eiga viðskipti, einstaklingar, um frekar minniháttar hluti yfir landamæri. Það sýnir fullkomna uppgjöf ríkisstjórnarinnar með að gera eitthvað við afnám hafta.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stormur, ofankoma og varasamir vindstrengir

07:00 App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi á Vest­fjörðum, Strönd­um, Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og Suðaust­ur­landi, en norðan hvassviðri eða stormur verður á landinu í dag, með ofankomu um norðanvert landið og mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli og víðar suðaustantil á landinu. Meira »

Reyndu að fela sig inni í fyrirtækinu

06:09 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á fjórða tímanum í nótt tilkynning um að verið væri að brjótast inn í fyrirtæki í Árbæ. Hafði sá sem tilkynnti innbrotið séð grunsamlega menn með þar á ferðinni með vasaljós, en þjófarnir spenntu upp glugga til að komast inn í fyrirtækið. Meira »

Dæmt í máli Geirs í dag

05:30 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg kveður upp dóm sinn í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu í dag. Meira »

Orkuveitan metur fýsileika niðurrifs

05:30 Sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur meta nú kosti þess að rífa vesturbyggingu höfuðstöðva fyrirtækisins á Bæjarhálsi í Reykjavík. Meira »

Athugasemdir, þukl og dónabrandarar

05:30 „Þegar maður er í vinnunni, stendur og heldur ræðu, þá setja athugasemdir af kynferðislegum toga mann út af laginu.“   Meira »

Misjöfn viðkoma rjúpna

05:30 Viðkoma rjúpna virðist hafa verið góð á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi í sumar en lélegri á Vesturlandi og Suðurlandi. Meira »

Aðgangi að auðlind fylgir ábyrgð

05:30 „Þó svo það megi finna að regluverkinu og árangri eftirlitsins leysir það ekki skipstjórnarmenn og útgerðarmenn undan ábyrgðinni sem fylgir því að hafa aðgang að auðlindinni og mikilvægt að hafa í huga að þeir verða að axla ábyrgðina á gjörðum sínum.“ Meira »

Áhyggjur af flutningum

05:30 „Þrátt fyrir ófærð síðustu daga hafa flutningar gengið vel til þessa og ekki er hægt annað en að hrósa Vegagerðinni fyrir frammistöðuna,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal. Meira »

Möguleikar ÍNN skoðaðir

05:30 Forsvarsmenn Íslands nýjasta nýtt (ÍNN) skoða nú, í samráði við skiptastjóra, hvaða möguleikar standa sjónvarpsstöðinni til boða eftir að hún var tekin til gjaldþrotaskipta fyrr í mánuðinum. Meira »

Eykur á skortinn

05:30 Vísbendingar eru um að breytt samsetning heimila muni ýta undir skort á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Það mun sérstaklega koma fram í smærri íbúðum. Meira »

Skóflustunga að hjúkrunarheimili

Í gær, 23:50 Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin í dag. Er það hluti af nýju 21 þúsund fermetra öldrunarsetri í Fossvogi. Skóflustunguna tóku þeir Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

Færri komust í flugið en vildu

Í gær, 22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Í gær, 22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

Í gær, 21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

Í gær, 20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

Í gær, 22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

Í gær, 20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

Í gær, 20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Crystal clean spray
Crystal clean spray, silver spray og multimedia hreinsispray komið. Slovak Krist...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...