Árni Páll stöðvaði Seðlabankann

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, beitti sér gegn því sem efnahags- og viðskiptaráðherra 2010-2011, að Seðlabankinn stöðvaði viðskipti einstaklinga við erlend tryggingafélög. Hann telur enn að slík inngrip séu of íþyngjandi.

Sem kunnugt er gerði Seðlabankinn breytingar á reglum um gjaldeyrismál 19. júní, í því skyni að stöðva óheimila söfnun sparnaðar hjá erlendum tryggingafélögum. Varðar bannið tryggingar tugþúsunda Íslendinga.

Árni Páll segist hafa sem ráðherra litið svo á að Seðlabankinn gæti ekki stigið það skref að banna umrædd viðskipti. Fram hefur komið að þau hafi leitt til um 10 milljarða útstreymis gjaldeyris á ári.

Of íþyngjandi aðgerð

„Seðlabankinn kynnti á sínum tíma hugmyndir um að takmarka þennan þátt viðskipta yfir landamæri. Um þetta var dálítið rætt, m.a. man ég eftir fundi með fulltrúa hagsmunaaðila á árinu 2011. Afstaða mín var ósköp einfaldlega sú að þetta væri of íþyngjandi aðgerð, varðaði fjölda fólks og takmarkaði grundvallarréttinn til frjálsra viðskipta yfir landamæri,“ segir Árni Páll.

„Niðurstaða Seðlabankans á þeim tíma, eftir nokkrar umræður, var að þessir samningar samrýmdust haftalögunum. Í þessum haftamálum er ábyrgðin á hendi ráðuneytisins og ráðherrans. Seðlabankinn hefur annað hlutverk við stjórnsýslu hafta en þegar hann stjórnar peningamálum. Við stjórn peningamála er hann fullkomlega sjálfstæður og stjórnvöld hafa engin afskipti af ákvörðunum hans þar. Þarna er Seðlabankinn að vinna tiltekið verkefni og ábyrgðin er í höndum ráðherrans á hverjum tíma. Þess vegna er verklagið auðvitað annað. Þess vegna hlýtur maður að spyrja hver er afstaða ráðherrans til þessa máls,“ segir Árni Páll og vísar til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

„Því að þetta stjórnskipulag hefur ekkert breyst. Ráðherrann er enn þá formaður samráðsnefndar um afnám gjaldeyrishafta, alveg eins og var í fyrri tíð. Stjórnvöld bera ábyrgð á að marka stefnuna og því hversu langt er gengið. Ég hef ekki breytt um mína afstöðu til þessa. Mér finnst mjög holur hljómur í því þegar menn tala um að það þurfi að flýta afnámi hafta ef þeir geta ekki þolað þetta útstreymi. Maður hlýtur þá að spyrja sig hvernig afnám á að líta út, ef þetta takmarkaða útstreymi á að ógna þjóðarhag.“

Stjórnvöld á hreinni haftaleið

- Hver er þín skoðun á þeirri ákvörðun Seðlabankans að breyta reglum um gjaldeyrismál 19. júní?

„Ég einfaldlega tel að þarna séu stjórnvöld á hreinni haftaleið og ég skil ekki hvað menn eru alltaf að tala um ákvarðanir Seðlabankans í þessu efni. Seðlabankinn er þarna að breyta um stefnu frá fyrri túlkun og það er óhugsandi að slík stefnubreyting sé ákveðin nema að ráðherrann samþykki hana og telji hana eðlilega.“

- Telurðu að það sé verið að stíga skref í þá átt að loka landinu?

„Ég held að það blasi við hverjum manni. Það er ekki kræsileg framtíðarsýn að búa í landi þar sem fólk getur ekki verið frjálst að því að eiga viðskipti, einstaklingar, um frekar minniháttar hluti yfir landamæri. Það sýnir fullkomna uppgjöf ríkisstjórnarinnar með að gera eitthvað við afnám hafta.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skjálfti upp á 4,5 í Kötlu

Í gær, 22:43 Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 varð í Kötlu nú á ellefta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst vel í Mýrdal og í Skaftártungu að sögn heimamanna. Annar skjálfti upp á 3,2 varð í kjölfarið. Meira »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

Í gær, 21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

Í gær, 21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

Í gær, 21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »

Þriðji stóri skjálftinn á Reykjanesskaga

Í gær, 20:59 Þriðji jarðskjálftinn sem mældist í kringum fjóra að stærð varð á Reykjanesskaga um hálfníuleytið í kvöld.  Meira »

Fylgdust með tapinu á Ingólfstorgi

Í gær, 20:41 Töluverður hópur fólks var saman komin á Ingólfstorgi í kvöld til að fylgjast með leik Íslands og Austurríkis á EM. Blái liturinn var áberandi hjá áhorfendum sem augljóslega voru komnir til að styðja sínar konur. Meira »

Hundarnir njóta nuddsins

Í gær, 20:30 Þegar hundur Berglindar Guðbrandsdóttur tognaði fór hún með hann í hundanudd. Í kjölfarið ákvað hún að læra sjálf hundanudd, sem hún segir þurfa að vera gert á forsendum hundsins. Meira »

Vill að bærinn leigi bát fyrir þjóðhátíð

Í gær, 20:36 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur sent Samgöngustofu bréf þar sem hann óskar fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar eftir afstöðu stofnunnarinnar til ferjusiglingar yfir þjóðhátíð á milli Eyja og Landeyjahafnar á skipi sambærilegu Akranesi. Meira »

Slasaðist á Esjunni

Í gær, 20:15 Sækja þurfti konu upp á Esjuna í dag sökum þess að hún hafði meitt sig á ökkla og gat ekki haldið áfram göngu. Konan var komin upp í miðjar hlíðar fjallsins er hún slasaðist. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu notaði sexhjól til að koma konunni niður. Meira »

Tveir með annan vinning í Víkingalottó

Í gær, 19:53 Enginn var með allar tölur réttar í Vík­ingalottó­inu í kvöld, en fyrsti vinningur var tæpir 1,3 milljarðar króna. Tveir hlutu hins vegar annan vinning og fær hvor þeirra 15 milljónir króna í sinn hlut. Var annar miðinn keyptur á Íslandi en hinn í Noregi. Meira »

Hver á rétt á verðmætunum?

Í gær, 19:53 Margir hafa spurt sig hvar eignarréttur á verðmætum í efnahagslögsögu landsins liggur, eftir að norska rannsóknarskipið Seabed Constructor hóf rannsóknir við þýska flakið Minden fyrr á árinu. Hver á rétt á verðmætum í skipinu, sem gætu verið upp á milljarða króna? Meira »

Ekkert eftirlit með fitufrystingu

Í gær, 19:30 „Því er auðvitað tekið mjög alvarlega þegar fólk verður fyrir tjóni,“ segir Haraldur Briem, settur landlæknir, en eins og Sunnudagsblað Morgunblaðsins greindi frá um síðustu helgi kom eitt versta kalsártilvik vegna fitufrystingar á heimsvísu upp hér á landi á síðasta ári. Meira »

Tengslin við náttúruna eru mikilvæg

Í gær, 18:25 „Margir þjást af streitu og áreiti í daglegu lífi og á námskeiðinu einbeitum við okkur að græðandi áhrifum náttúrunnar.“ Þetta segir Kristín Þorleifsdóttir en hún mun, ásamt Bandaríkjamönnunum Greg og Devon Hase, halda námskeið í hugleiðslu og núvitund í Skyrgerðinni í Hveragerði. Meira »

Sólarstundir nýttar í Laugardalnum

Í gær, 17:02 Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem hiti mældist 20 gráður líkt og víða um land. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var að vonum fjölmenni sem nýtti sér góða veðrið til að bregða á leik. mbl.is var á staðnum og kíkti á stemninguna. Meira »

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

Í gær, 15:24 „Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Meira »

Yfirlæknar æfir vegna starfsauglýsingar

Í gær, 17:45 Mikil óánægja ríkir meðal yfirlækna á rannsóknarsviði Landspítala eftir að staða yfirlæknis erfða- og sameindalæknisfræðideildar var auglýst laus til umsóknar. Það sem gerir málið sérstakt er að núverandi yfirlæknir deildarinnar hefur ekki sagt upp eða verið sagt upp. Meira »

Skjálfta­hrinan stendur enn

Í gær, 16:45 Skjálfta­hrinan, sem hófst norðaust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í morg­un, stendur enn. Á annað hundrað skjálfta hefur mælst síðan í morgun, þar sem flestir voru af stærðinni 1,0 og 2,0. Þá hafa mælst sjö skjálftar sem hafa verið um 3,0 að stærð eða stærri. Meira »

John Snorri kominn í síðustu búðir

Í gær, 14:53 John Snorri Sigurjónsson var rétt í þessu að komast upp í fjórðu búðir á fjallinu K2. Dagurinn var langur og erfiður og nú er hópurinn að taka stöðuna á því hvenær skuli haldið áfram á toppinn. Meira »
Malbiksviðgerðir - bílastæðamálun - vélsópun
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust 30.- 04. ág. - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfo...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Vatnsheld Einangrun
FinnFoam XPS. 585X1235:100. s:822-5950...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...