Sjónvarp og net á tjaldsvæðum

Enn er möguleiki á gamaldags rafmagnslausri útilegu á stöku stað.
Enn er möguleiki á gamaldags rafmagnslausri útilegu á stöku stað. mbl.is/Golli

Ferðasumarið er nú hafið og eru margir farnir að huga að útilegum. Meðal þess sem skoða þarf vel fyrir slík ferðalög eru tjaldsvæði.

Dagar rafmagnslausra útilega virðast taldir, en meðal þess sem tjaldsvæði landsins bjóða upp á í dag er þráðlaus nettenging, sjónvarpsskjár og lazer tag. Flest tjaldsvæði landsins bjóða upp á rafmagn og mörg hver bjóða einnig upp á eldunar-, þvotta- og sturtuaðstöðu.

Þó er til dæmis tjaldsvæðið á Hólum í Hjaltadal enn ekki orðið rafmagnsvætt og er því möguleiki á gamaldags rafmagnslausri útilegu þar, sem mörgum þykir einmitt heillandi, að því er fram kemur í umfjöllun um net- og rafvæðingu tjaldstæða í landinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert