15 sóttu um forstöðu Kvikmyndasafnsins

Kvikmyndasafn Íslands hefur aðsetur í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
Kvikmyndasafn Íslands hefur aðsetur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umsóknarfrestur um stöðui forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands rann út miðvikudaginn 25. júní. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust 15 umsóknir um stöðuna, frá 7 konum og 8 körlum.

Umsækjendur eru:

  • Ásgrímur Kristján Sverrisson, 
  • Bergljót Tulinius Gunnlaugsdóttir, 
  • Birgir Smári Ársælsson, 
  • Dagný Baldvinsdóttir, 
  • Erlendur Sveinsson, 
  • Gunnar Ingi Gunnarsson, 
  • Gunnar Kristinn Þórðarson, 
  • Gunnþóra Halldórsdóttir, 
  • Inga Þóra Ingvarsdóttir 
  • Jón Páll Ásgeirsson, 
  • Karl Newman, 
  • Vala Gunnarsdóttir, 
  • Viktor Már Bjarnason, 
  • Þórunn Hafstað og 
  • Þórunn Karólína Pétursdóttir.

Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá og með 1. september 2014, sbr. 12. gr. laga nr. 80/2012 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert