Opið um Strandaveg að nýju

Starfsmenn Vegagerðarinnar eru enn að störfum við brúna yfir Selá …
Starfsmenn Vegagerðarinnar eru enn að störfum við brúna yfir Selá í Steingrímsfirði, en Strandavegur er þó opinn á ný fyrir umferð. Ljósmynd/Valur Óskarsson

Umferð hefur verið hleypt yfir Selárbrú á Strandavegi í Steingrímsfirði að nýju, en vegurinn var lokaður lengst framan af degi vegna vatnavaxta sem grófu frá brúarstöplunum. Vegagerðin er þó enn að störfum á svæðinu, en óhætt var talið að opna veginn.

Að sögn Jóns Harðar Elíassonar, rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni í Hólmavík, þurfti fjöldi fólks að snúa við í Steingrímsfirði í morgun vegna vegaskemmdanna við brúna. „Það er alveg lokað hér og töluvert af ferðamönnum, útlendingum og allra þjóða, sem þurfa að bíða bara.

Að sögn Jóns Harðar Elías­son­ar, rekstr­ar­stjóra hjá Vega­gerðinni í Hólma­vík, þufti fjöldi fólks að snúa við í Stein­gríms­firði í morg­un, vegna mik­illa vatna­vaxta sem grófu frá land­stöpl­un­um í Selár­brúnni. „Það er al­veg lokað hér og tölu­vert af ferðamönn­um, út­lend­ing­um og allra þjóða, sem þurfa að bíða. Slappa bara af, það er ekk­ert um það að ræða að leggja neina lykkju á leiðina,“ sagði Jón Hörður í samtali við mbl.is í morgun.

Sjá fyrri frétt mbl.is: Mestu vatnavextir í manna minnum

Veðurhæðin í hámarki um hádegi á morgun

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má áfram reikna með hvassri N-átt um landið norðvestanvert og hviðum 30-40 m/s, m.a. á sunnanverðu Snæfellsnesi frá Staðarsveit og vestur fyrir Hellnar. Í nótt lægir lítið eitt, en með nýrri lægð úr suðaustri er reiknað með N-stormi fyrst norðaustanlands seint í nótt en síðar vestar á Norðurlandi og vestantil.

Veðurhæðin verður í hámarki um og fyrir hádegi á morgun. Hviðuveður 30-40 m/s á sunnanverðu Snæfellsnesi, í Reykhólasveit og víðar á Vestfjörðum. Einnig á Kjalarnesi frá því í fyrramálið.

Miklir vatnavextir eru víða á Vestfjörðum, þar á meðal í …
Miklir vatnavextir eru víða á Vestfjörðum, þar á meðal í Steingrímsfirði eins og sést á þessari mynd. Ljósmynd/Valur Óskarsson
Töluverðir vatnavextir eru í Selá í Steingrímsfirði eins og sjá …
Töluverðir vatnavextir eru í Selá í Steingrímsfirði eins og sjá má hér við gömlu brúna. Ljósmynd/Valur Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert