Keppa við agnarsmáan uppreisnarmann

Þýski knattspyrnumaðurinn Thomas Mueller hellir bjór yfir fréttamann. Bjór kemur …
Þýski knattspyrnumaðurinn Thomas Mueller hellir bjór yfir fréttamann. Bjór kemur gjarnan við sögu þegar knattspyrnulið í landinu fagna góðu gengi. AFP

Íslenska ölgerðin Einstök heldur nú áfram keppni í hinni svokölluðu HM keppni lítilla bruggsmiðja á bresku bjórsíðunni Perfect Pint. Átta „liða“ úrslit fara fram í dag og etja þar kappi Einstök og velska bruggsmiðjan Tiny Rebel, eða „Agnarsmár uppreisnarmaður“.

Sú hefur aðeins verið til í tvö ár og er því yngsti keppandinn á mótinu. Eins og í fyrri umferðum ráðast úrslit keppninnar í netkosningu, og geta Íslendingar kosið þar eins og aðrir. Einstök sigraði hina skosku BrewDog í sextán liða úrslitum eftir góða kosningu, en þar er umtalsvert stærra fyrirtæki á ferð.

Einstök hefur undanfarið sótt í sig veðrið í útflutningi bjórs og áætlar talsmaður fyrirtækisins að bjórar Einstakrar séu um þriðjungur alls áfengisútflutnings Íslendinga.

Netkosning á vefsíðunni Perfect Pint

Frétt mbl.is: Íslenskir bjórvíkingar lögðu Skota

Kennimerki Tiny Rebel bruggsmiðjunnar er nokkuð frumlegt.
Kennimerki Tiny Rebel bruggsmiðjunnar er nokkuð frumlegt. Ljósmynd/Vefsíða Tiny Rebel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert