Framkvæmdum í Pósthússtræti lýkur mánuði seinna

Framkvæmdum átti að ljúka í þessum mánuði.
Framkvæmdum átti að ljúka í þessum mánuði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framkvæmdir hafa staðið yfir í Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur frá því í byrjun apríl. Upphaflega stóð til að verkinu lyki í þessum mánuði.

Samkvæmt upplýsingum frá hverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar er stefnt að því að því ljúki í ágúst.

Framkvæmdirnar hafa gengið ágætlega og fljótlega verður byrjað á gönguleiðinni yfir Tryggvagötu. Allri neðanjarðarvinnu er lokið og núna er einungis yfirborðsfrágangur eftir eins og snjóbræðsla, malbikun, hellulagnir og þess háttar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert