Vísað suður í brjóstaskoðun

Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri mbl.is/Sigurður Bogi

Vísa þarf öllum norðlenskum konum til Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands í Reykjavík þar sem enginn læknir sinnir nú klínískum brjóstaskoðunum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Biðtíminn á leitarstöðinni getur orðið allt að þrír mánuðir.

Frá þessu greinir Vikudagur og einnig að undanfarin ár hafi um 25 konur komið til nánari skoðunar á hverjum mánuði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Því megi ætla að árlega þurfi um þrjú hundruð konur að gera sér ferð til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert