Komin í undanúrslit

Áhorfendur á HM í Brasilíu gæða sér gjarnan á bjór …
Áhorfendur á HM í Brasilíu gæða sér gjarnan á bjór meðan þeir horfa á leiki. AFP

Íslenska ölgerðin Einstök mætir nú sínum erfiðasta andstæðingi til þessa í undanúrslitum HM bjórkeppni bjórvefsins Perfect Pint.

Íslensku bjórarnir hafa hingað til sigrað áströlsku bruggsmiðjuna Little Creatures, Skotana í BrewDog og hina velsku Tiny Rebel. Enn er um breskan andstæðing að ræða, en næsta rimma verður við ölgerðina Magic Rock Brewing. Sú er sögð vera öflug á sínu sviði og hefur m.a. hlotið tilnefningar sem besta nýja ölgerð veraldar árið 2012.

Úrslitin ráðast í netkosningu, en allir geta kosið í henni. Að sögn talsmanns Einstakrar er fyrirtækið nokkuð undir í kosningunni og því ljóst að nokkurn fjölda atkvæða þarf til að leggja Bretana. Meirihluti framleiðslu Einstakrar fer á erlendan markað, en bjórar fyrirtækisins eru m.a. seldir til Bandaríkjanna, Englands og Norðurlandanna.

Frétt mbl.is: Íslensk ölgerð á HM bjórsins

Netkosning í undanúrslitum

Einstök keppir nú við sinn erfiðasta andstæðing til þessa
Einstök keppir nú við sinn erfiðasta andstæðing til þessa Ljósmynd/Einstök ölgerð
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert