Stríður straumur í Hvalfjarðargöngin

Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Blikdalsá í mynni Hvalfjarðar kl. …
Skjáskot úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Blikdalsá í mynni Hvalfjarðar kl. 17:45. Eins og sjá má liggur umferðin mestöll í átt frá höfuðborgarsvæðinu. Mynd/Vegagerðin

Þung umferð er nú á leið burt frá höfuðborgarsvæðinu og myndaðist löng röð við Hvalfjarðargöngin nú á áttunda tímanum. Ökumaður sem mbl.is heyrði frá sagði bílaröðina á Hvalfjarðarafleggjara mjakast svo hægt að viðkomandi ákvað að taka krók fyrir fjörðinn.

Að sögn lögreglunnar á Akranesi er mikil umferð og virðast langflestir á leið í norðurátt. Það þarf ekki að koma á óvart, þar sem veðurspáin er einna skástá Norður- og Norðausturlandi um helgina og virðast mestar líkur þar á að ná í sól.

Umferðin hefur gengið vel fyrir sig enn sem komið er og án óhappa að sögn lögreglu, en rétt er að brýna fyrir ökumönnum að sýna þolinmæði og halda sig frá glæfralegum framúrakstri þótt umferðin gangi hægt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert