„Áhugi á því sem gamalt er“

mbl.is/Ómar

Norrænt þjóðdansamót stendur yfir þessa helgi í Reykjavík en í dag dönsuðu þátttakendur frá öllum norðurlöndunum á aldrinum 8-18 ára í Varmárhöllinni í Mosfellsbæ. Markmið mótsins er meðal annars að viðhalda gamalli arfleið þjóðanna. 

Mótið ber heitið Barnlek og að því standa samtökin Nordlek. Nordlek er norrænt félag áhugafólks um þjóðlega menningu og hefur það starfað frá árinu 1974. Starf félagsins er unnið í sjálfsboðastarfi og í þeim tilgangi að skemmta sér og kynnast menningu þjóðanna. Ekki fer fram keppni í dönsunum, heldur er reynt að skapa gleði og áhuga fyrir því sem gamalt er og ekki má falla í gleymskunnar dá. 

mbl.is/Ómar
mbl.is/Ómar
mbl.is/Ómar
mbl.is/Ómar
mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert