Þremur bjargað á land á Þingvöllum

Frá bátsbjörguninni í kvöld á Þingvallavatni.
Frá bátsbjörguninni í kvöld á Þingvallavatni. Ljósmynd Vilhelm Guðbjartsson

Mesta mildi var að ekki fór verr er stór skemmtibátur fylltist af vatni á Þingvallavatni út frá Skálabrekku. Þrír voru um borð í bátnum en engan þeirra sakaði, að sögn Vilhelms Guðbjartssonar, sem varð vitni að óhappinu.

Hann segir að þremenningarnir, fullorðinn maður ásamt tveimur unglingspiltum, hafi allir verið í flotgöllum. Að sögn Vilhelms var það til fyrirmyndar hversu vel þeir voru búnir og gott veður var þegar óhappið varð. Fyrr í dag var hins vegar norðangarri á Þingvöllum.

Vilhelm segir að feðgar sem voru í bústað þar nærri hafi farið út á litlum bát og tekið þann stóra í tog og komu með hann á land klukkan 19:30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert