Sigurður VE á leið til Íslands

Sigurður VE
Sigurður VE Mynd/Ísfélag Vestmannaeyja hf.

Nýjasta viðbótin við skipaflota Ísfélags Vestmannaeyja, uppsjávarskipið Sigurður VE er nú á leið til landsins frá Tyrklandi, þar sem það hefur verið í smíðum. Lagði skipið af stað í gærmorgun og er áætlað að ferðin taki um 12 daga. 

Skipið er 80 metra lang­t, 17 metra breitt og er vel búið til veiða á upp­sjáv­ar­fiski, til dæmis loðnu, síld, mak­ríl og kol­munna.  

Sjá frétt mbl.is: Sigurður í skipaflotann

Sjá frétt á vef Eyjafrétta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert