Yrkir um furðulegar fréttir

„Þetta eru gamanljóð sem byggjast öll á einhverri einkennilegri frétt. Hluti fréttanna tengist Íslandi en meirihlutinn er fréttir utan úr heimi. Ég bjó í Bandaríkjunum í tæp þrjátíu ár. Áður hafði ég leikið mér að því að skrifa ljóð fyrir börn, en þegar mig skorti yrkisefni fór ég að reka augun í skemmtilegar fréttir. Sumar þeirra fann ég í blöðunum, aðrar heyrði ég í útvarpinu,“ segir Vala Hafstað sem nýlega gaf út ljóðabókina News Muse. Um er að ræða fyrstu ljóðabók höfundarins, en flest eru ljóðin sett fram í nokkuð hefðbundnu formi þar sem megináherslan er lögð á endarím og orðaleiki.

Leitaði að sjálfri sér

„Í sumum tilfellum eru fréttirnar svo einkennilegar að ég þarf ekki annað en að endursegja þær og láta þær ríma. Í öðrum tilfellum reyni ég að setja mig í spor þeirra sem fréttin er um. Oft eru það skepnur, til að mynda hundar, fuglar eða kýr,“ segir Vala, en meðal þeirra frétta má nefna kú sem sendir sínum heittelskaða smáskilaboð og tík sem fer með fjárhag fjölskyldunnar. Það viðfangsefni sem Íslendingar ættu að kannast einna best við er ef til vill ljóðið um ferðakonuna sem hélt upp í óbyggðir að leita að sjálfri sér.

„Það var mjög gaman að skrifa um ferðakonuna, enda fréttin einstök. Ég þóttist líka hafa komist í feitt þegar ég heyrði ferðir auglýstar aðra leið til Mars og las að bandarískir prestar brygðust þannig við dræmri kirkjusókn að þeir byðu söfnuðinum að hlusta á guðs orð á barnum,“ segir Vala, en þess má geta að mörg ljóðanna hafa þegar birst á fréttatengdu ljóðavefsíðunni Poetry24, á Iceland Review Online og í bókmenntatímaritum í Kanada og á Íslandi.

Auðvelt að yrkja á enskunni

Eins og áður sagði bjó Vala lengi í Bandaríkjunum en hún lauk MA-prófi í ensku frá Washington-háskólanum og eru ljóðin öll á enskri tungu.

„Ég var um tvítugt þegar ég flutti til Bandaríkjanna. Ég á því talsvert auðveldara með að yrkja á ensku en íslensku. Enskan er svo orðmörg að það er mjög auðvelt að finna orð og setningar sem ríma,“ segir hún.

„Þetta er það fyrsta sem ég hef nokkurn tíma gefið út. Erfiðasti hlutinn við þetta er líklegast að kynna verkið. Það reynir líka á hugmyndaflugið, bara á annan hátt. Bókin er komin í allar helstu bókabúðir hér á landi, sem og á netið, svo það hefur bara gengið ágætlega. Ég veit hins vegar ekki hvort ég mun fylgja henni eftir með annarri ljóðabók. Það veltur allt á því hvað ég verð fundvís á furðulegar fréttir,“ segir hún að lokum.

Lost and Found

We search for so much in our lives:

For love and for husbands and wives,

For meaning, compassion and hope,

Or someone with whom to elope.

We look for a room with a view,

For passions we want to pursue,

For diets that do not depress,

And jobs without worry or stress.

And often our mind will not rest,

For we can be truly distressed

If we cannot find what is lost –

A search for oneself can exhaust.

This happened to someone I know:

To Iceland, alone, did she go.

She walked off her bus dressed in black,

But wore something red coming back.

In red, no one knew who she was.

Apparently, it was because

In red, she looked young and so fair.

Besides, she had tied back her hair.

But where was the woman in black?

She left and she never came back.

They searched by the canyon and stream.

My friend, dressed in red, joined the team.

She crossed over glacier and ice

And covered some areas twice.

Exhausted, she came to a creek.

The water was clear – how unique!

Her face was reflected right there

And, suddenly, she was aware

The woman she thought might have drowned,

Was she – yes, herself – she was found!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert