Fluttur með þyrlu eftir slagsmál

Knattspyrnumaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi í dag eftir að slagsmál brutust út í knattspyrnuleik á Hellissandi. Að sögn lögreglunnar í Ólafsvík braust út ósætti inni á vellinum sem endaði á því að einn leikmaður slasaðist svo illa að flytja þurfti hann með þyrlu á spítala. 

Um var að ræða leik í 2. flokki á milli Snæfellsness og Sindra frá Hornafirði. Báðum liðum er haldið á svæðinu og er lögreglan að taka skýrslur af leikmönnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert