Vatnsleki og eldur í Reykjavík

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Töluverðar annir eru hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í kvöld. Fyrst barst tilkynning um vatnsleka í húsnæði ofarlega á Hverfisgötu. Á meðan slökkviliðið var þar að störfum barst tilkynning um eld í húsnæði í Meðalholti. Talið var að fólk væri inni í húsinu en svo reyndist ekki vera.

Allt tiltækt slökkvilið var sent í Meðalholt en þegar þangað var komið var aðeins mikill reykur á svæðinu og enginn inni í húsinu. Var reykræst og svo haldið aftur að fyrra verkefni á Hverfisgötunni. Að sögn slökkviliðsins eru talsverðar vatnsskemmdir á húsnæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert