Bardaginn sló áhorfsmet á Írlandi

Gunnar Nelson í glímutökum í Hörpunni.
Gunnar Nelson í glímutökum í Hörpunni. Ómar Óskarsson

Bardagi Gunnars Nelsons og félaga vakti gríðarmikla athygli. Til að mynda hafa aldrei fleiri horft á nokkurn sjónvarpsviðburð á írsku sjónvarpsstöðinni 3e.

Þó er Gunnari ekki einum að þakka, því írski bardagamaðurinn Connor McGregor barðist í aðalbardaga kvöldsins, sem hann vann í fyrstu lotu.

Connor þessi er einn vinsælasti íþróttamaður Íra um þessar mundur, en aldrei áður hefur selst jafnhratt upp á nokkurn UFC-viðburð og þann sem fór fram á laugardaginn í O2-höllinni í Dyflinni. McGregor og Gunnar Nelson eru miklir félagar, og kom Connor til að mynda til Íslands nýverið til að æfa í Mjölni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert