Hvasbátar á leið til lands með langreyðar

Hvalur 9 kemur til hafnar í nótt.
Hvalur 9 kemur til hafnar í nótt. Kristinn Ingvarsson

Hvalur 9 er á leið til lands með tvær langreyðar og Hvalur 8 með eina. Að þeim meðtöldum hafa 47 langreyðar verið veiddar í sumar.

Hvalur 9 mun landa klukkan tæplega fimm í nótt en Hvalur 8 kemur seinna í fyrramálið.

Að sögn Gunnlaugs F. Gunnlaugssonar, stöðvarstjóra hvalstöðvarinnar í Hvalfirði, hafa veiðar gengið verr í sumar en í fyrra sökum mikillar ótíðar, en miklar þokur hafa verið úti á miðum og veðurfar erfitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert