„Íslensk tónlistarmenning kom á óvart“

Bandaríski trommuleikarinn Dave Weckl er staddur hér á landi og lýkur þar með ferðalagi sínu í tilefni 30 ára afmælis samnings síns við Yamaha trommuframleiðandann. Weckl er með þekktari mönnum í sínu fagi, en hann hefur á ferli sínum leikið með mörgum vinsælum hljómsveitum og þykir gríðarlega fær í svokölluðum jazz-fusion trommuleik.

Weckl sagði flóru íslenskrar tónlistar hafa komið sér á óvart og taldi áhuga landsmanna á trommuleik greinilega vera mikinn. Hann var með sýnikennslu í trommuleik í sal FÍH við Rauðagerði í gær, en hann verður einnig sérstakur gestur á djasstónleikum Önnu Mjallar Ólafsdóttur á Kaffi Rósenberg klukkan 21 í kvöld. 

Vefsíða Weckls

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert