Margir spyrja um nýja tækni

Nýrri gerðir sjónvarpa eru margar með stafræna móttakara innbyggða. Eldri …
Nýrri gerðir sjónvarpa eru margar með stafræna móttakara innbyggða. Eldri gerðir þurfa sérstakan móttakara fyrir stafræna merkið. mbl.is/Ernir

Þúsundir sjónvarpsnotenda hafa haft samband við Ríkisútvarpið frá því að byrjað var að loka á hliðrænar útsendingar og senda aðeins út stafrænt.

Örfáir þeirra hafa hins vegar átt við stór vandamál að stríða og hafa langflestir aðeins verið að afla sér upplýsinga um hvað þeir þurfi að gera til að ná stafræna merkinu, að sögn Gunnars Arnar Guðmundssonar, forstöðumanns tæknikerfa RÚV.

Hliðrænu útsendingunum var hætt á Suðurlandi í fyrradag og nást þær nú aðeins á höfuðborgarsvæðinu og á Stór-Eyjafjarðarsvæðinu. Stefnt er að því stafrænu útsendingarnar verði orðnar allsráðandi öðru hvoru megin við áramótin, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert