Ingvar gefur áfram kost á sér í Heimdalli

Ingvar Smári Birgisson og Sigrún Jonny Óskarsdóttir bjóða sig fram …
Ingvar Smári Birgisson og Sigrún Jonny Óskarsdóttir bjóða sig fram til formennsku og varaformennsku í Heimdalli.

Ingvar Smári Birgisson gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Með honum býður Sigrún Jonný Óskarsdóttir sig fram til varaformennsku.

Aðalfundur Heimdallar er haldinn í Valhöll á þriðjudaginn klukkan 19.

Ingvar Smári er 20 ára og hefur verið formaður Heimdallar síðastliðið ár. Hann stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Sigrún Jonný er 21 árs stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og mun hefja nám í lögfræði við Háskóla Íslands í haust.

„Fjölmennur hópur ungra sjálfstæðismanna stendur að framboðinu og vilja þau efla Sjálfstæðisflokkinn með frelsi einstaklingsins að leiðarljósi. Þau telja einnig mikilvægt að tryggja að ákvörðunarréttur einstaklingsins sé virtur í hvívetna en hann hefur átt undir högg að sækja undanfarið,“ segir í tilkynningu frá framboðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert