Búist við breytingum á veðrinu á næstu dögum

Ekki hefur öllum gengið vel að heyja syðra vegna rigninga.
Ekki hefur öllum gengið vel að heyja syðra vegna rigninga. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Útlit er fyrir að sólin láti sjá sig á Suðurlandi í vikunni, en spáð er rigningu á Norður- og Austurlandi. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, segir að ákveðin umskipti eigi sér stað í veðrinu í vikunni.

„Suðlæg átt hefur verið undanfarið en á mánudagskvöld kemur norðlæg átt yfir landið og verður yfir landinu allavega fram til laugardags. Í Reykjavík verður að mestu leyti þurrt og bjart, en á Suðurlandi verður þó eitthvað um síðdegisskúrir,“ segir Páll.

Þá fær Norður- og Austurland að kenna á rigningunni sem hefur plagað Suðurland. „Það verður heldur kalt og vætusamt fyrir norðan, þó ekki mikið. Þessir dagar án mikillar rigningar gætu orðið þýðingarmiklir fyrir heyskapinn á Suðurlandi. Ekki hefur öllum gengið vel að heyja hérna syðra þegar það rignir svona mikið,“ segir Páll.

Á morgun er því spáð að hitinn nái mest 18° í Kirkjubæjarklaustri og Árnesi en spáð er 15° í Reykjavík og heiðskírum himni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert