Missti stjórn á bílnum í hringtorgi

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Tæplega tvítugur maður missti stjórn á bifreið sinni um miðnætti í nótt þegar hann ók inn í hringtorg á gatnamótum Lækjargötu og Reykjanesbrautar. Bifreiðin hafnaði á plani bensínstöðvar N1 sem er við gatnamótin. 

Tvær fánastangir féllu er ungi maðurinn ók á þær og laskaðist sú þriðja. Engan sakaði en bifreiðin er töluvert skemmd eftir útafaksturinn og hafði meðal annars sprungið á báðum framhjólum hennar. 

Þegar rætt var við ökumann kom í ljós að hann var áberandi ölvaður og gistir hann nú fangageymslu og verður hann yfirheyrður þegar hann verður kominn í ástand til þess.  Bifreiðina varð að fjarlægja af vettvangi með dráttarbifreið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert