Útlit fyrir góða berjasprettu víða um land

Útlit er fyrir góða berjasprettu á Norður- og Austurlandi og …
Útlit er fyrir góða berjasprettu á Norður- og Austurlandi og margir hafa tekið forskot á sæluna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Útlit er fyrir góða berjasprettu á Norður- og Austurlandi. Þetta er mat sérfræðinga og kemur meðal annars fram á síðunni berjavinir.com, sem Íslendingurinn Konráð B. Pálmason heldur úti frá Ástralíu.

„Í maí leit út fyrir að berjasprettan yrði góð um allt land. Vorið kom vel undan vetri en að maí loknum kom töluvert kuldakast og ofboðslegar rigningar dundu á Suður- og Vesturlandi, sem hefur slæm áhrif á sprettu berja.

Það þarf samt ekki nema um tvær til þrjár vikur af hlýindum til þess að berin taki við sér og sprettan verði góð þannig að ekki er öll von úti,“ segir Konráð B. Pálmason, sem rekur síðuna berjavinir.com og er áhugamaður um berjatínslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert