Breytingar til að bæta stefnufestu Herjólfs

Gerðar verða breytingar á Herjólfi í haust til að auka …
Gerðar verða breytingar á Herjólfi í haust til að auka stefnufestu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gerðar verða breytingar á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi í haust. Tilgangurinn er að auka stefnufestu skipsins við siglingar inn í Landeyjahöfn og tryggja að skipið standist hertar kröfur um lekastöðugleika sem taka gildi að ári.

Nýju Evrópureglurnar taka gildi 1. október 2015. Til að fullnægja þeim og tryggja að skipið teljist haffært þarf að setja vatnsþétt flóðhlið þverskips á bíladekk skipsins, að sögn Guðmundar Helgasonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni.

Stefni skipsins verður breytt aðeins, rúnnað þar sem nú er flatjárn, og aftari veltiuggar lengdir. Þær breytingar eru gerðar samkvæmt ráðleggingum sérfræðings sem telur að þær muni bæta stefnufestu skipsins sem hefur við vissar aðstæður lent í erfiðleikum við siglingar í Landeyjahöfn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert