Arctic-Pet hefur hafið starfsemi

Fiskur er oft grunnefnið, en hjá Arctic-Pet, í Garðinum, er …
Fiskur er oft grunnefnið, en hjá Arctic-Pet, í Garðinum, er það kjúklingur. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Gæludýrafóðurverksmiðja, Arctic-Pet, hefur tekið til starfa í Garðinum á Suðurnesjum. Um er að ræða dótturfyrirtæki ítalska gæludýrafóðurframleiðandans SANYpet.

Grunnefni í framleiðslunni er það sem fellur til í kjúklingasláturhúsum.

Massimo Parise, forstjóri SANYpet á Ítalíu, segir í samtali við Morgunblaðið, að Ísland bjóði upp á kjöraðstæður fyrir framleiðsluna, hreinleika og gott hráefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert