Sjókvíaeldi verður aukið

Salar Islandica byggði upp sjókvíaeldi í Berufirði. Það hefur farið …
Salar Islandica byggði upp sjókvíaeldi í Berufirði. Það hefur farið í gegnum ýmsar breytingar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Tvö fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum eru að undirbúa mat á umhverfisáhrifum fyrir stækkun sjókvíaeldis.

Fiskeldi Austurlands, sem er með laxeldi í Berufirði, stefnir að stækkun þar og í Fáskrúðsfirði þannig að framleiðslugeta stöðvanna verði í heildina 24 þúsund tonn á ári. Er það stækkun um 13 þúsund tonn. Laxar fiskeldi hefur leyfi fyrir 6 þúsund tonna eldi í Reyðarfirði og stefnir að því að setja út seiði næsta vor. Fyrirtækið hefur hafið undirbúning að stækkun um 10 þúsund tonn.

Í fréttaskýringu um fiskeldið eystra í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að horft hefur verið til Austfjarða sem annars helsta svæðis landsins fyrir sjókvíaeldi. Hingað til hefur mesta uppbyggingin verið á Vestfjörðum og haft gríðarlega mikil áhrif á efnahag íbúa sunnanverðra Vestfjarða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert