Fylgi Framsóknar eykst lítillega

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 36,2%.
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 36,2%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framsóknarflokkurinn mælist nú með 11,8% fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR, samanborið við 9,5% fylgi í júní. Sjálfstæðisflokkurinn dalar hinsvegar lítillega, fylgið fer úr 25% í 24,1%. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar einnig, úr 38% í 36,2% í síðustu könnun, sem lauk 23. júní. 

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu frá 28. til 21. júlí 2014.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests stuðnings, en á hæla honum fylgi Björt framtíð með 21,8% stuðning. Fylgis Samfylkingar mælist nú 17% samanborið við 16,5% í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn er með fjórða mesta fylgið, 11,8% en Vinstri græn eru á svipuðum slóðum með 11,6% fylgi en  Píratar reka lestina hjá þingflokkunum, með 9,6% stuðning. Það er þó aukning frá síðustu könnun, þegar stuðningur við Pírata mældist 8,3%.

Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.

Sjá ítarupplýsingar á vef MMR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert