Engin ummerki á yfirborðinu

Þessi mynd sýnir skjálftavirknina í dag. Bláu punktarnir snemma dags, …
Þessi mynd sýnir skjálftavirknina í dag. Bláu punktarnir snemma dags, og þeir rauðu seinnipart dags. Mynd/Veðurstofa Íslands

Alls hafa verið um 950 jarðskjálftar við Bárðarbungu frá miðnætti í dag. Fjöldi skjálfta frá því að skjálftahrinan hófst á laugardagsmorguninn er um 2600. Margir þessara skjálfta eru með styrkleika hærri en þrír. 

Að sögn Martin Hensch, jarðskjálftafræðings hjá Veðurstofu Íslands voru tvær skjálftahrinur austur af Bárðarbungu í dag. Önnur reið yfir á milli klukkan 10:45 og 12:00 og hin á milli 16:50 og 17:30. Voru þeir ekki jafnsterkir og sterkasti skjálftinn sem mælst hefur frá því á laugardaginn. Sá skjálfti kom klukkan 02:37 í morgun og fann fólk fyrir honum á Akureyri sökum styrkleika. 

GPS-mælingar staðfesta að skjálftahrinurnar sem gengið hafa yfir í dag eru til komnar vegna kvikuhreyfingar. Nú klukkan 20:45 í kvöld höfðu engar vísbendingar borist Veðurstofu um að kvika væri á leið upp á yfirborðið, né önnur ummerki um yfirvofandi eldgos. Veðurstofa Íslands vaktar svæðið allan sólarhringinn. 

Á þessari mynd má sjá alla skjálftana frá laugardeginum. Ljósbláu …
Á þessari mynd má sjá alla skjálftana frá laugardeginum. Ljósbláu punktarnir sýna skjálftana á laugardeginum og þeir appelsínugulu á sunnudeginum. Er virknin því að færa sig austar eins og sést á myndinni. Mynd/Veðurstofa Íslands
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert