Ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot

mbl.is/Arnaldur

Sérstakur saksóknari hefur ákært karlmann á sjötugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum en hann er sakaður um að hafa komið sér undan greiðslu 37,6 milljóna króna fjármagnstekjuskatts.

Maðurinn er sakaður um að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007 til 2009 vegna tekjuáranna 2006–2008. Hann lét undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum fjármagnstekjur samtals að fjárhæð 376 milljónir króna, sem voru tekjur hans af uppgjöri á 263 framvirkum samningum með undirliggjandi hlutabréf, 12 framvirkum samningum með undirliggjandi skuldabréf og fjórum framvirkum gjaldmiðlasamningum.

Þar með kom hann sér undan greiðslu 37,6 milljóna kr. í fjármagnstekjuskatt.

Brot mannsins teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. grl. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. mgr. 109. gr. laga um tekjuskatt. 

Málið gegn manninum verður þingfest á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert