Fimm þúsund ný störf næstu tíu ár

Með fjölgun ferðamanna hefur framboð á afþreyingu aukist. Einna vinsælast …
Með fjölgun ferðamanna hefur framboð á afþreyingu aukist. Einna vinsælast er að fara í hvalaskoðun og starfa mörg fyrirtæki við það. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Eitt af því sem við hjá Ferðamálasamtökum Íslands höfum verið að ýta á er að Ragnheiður Elín Árnadóttir verði titluð ferðamálaráðherra, ekki bara ráðherra iðnaðar og viðskipta.“

Þetta segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, í viðtalil í  Morgunblaðinu í dag. Hann segir að nafnbreyting myndi gefa ráðherra aukið vægi og ferðaþjónustunni ekki síst.

„Við erum með landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra innan atvinnuvegaráðuneytisins en nú finnst okkur kominn tími á að fá ferðamálaráðherra. Þetta er bara eðlilegt í ljósi þess að þetta er orðin sú atvinnugrein sem skapar mestu gjaldeyristekjurnar og við sjáum ekki að það muni breytast í náinni framtíð,“ segir Ásbjörn og vísar til áætlana um að miðað við óbreyttan meðalvöxt ferðaþjónustunnar muni 5.000 ný störf skapast á næstu tíu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert