Gott veður um allt land á fimmtudag

Spáin klukkan 18 á fimmtudaginn. Sjaldgæf sjón þetta sumarið, verður …
Spáin klukkan 18 á fimmtudaginn. Sjaldgæf sjón þetta sumarið, verður að segjast. Mynd/Veðurvefur mbl.is

Veðurspáin fyrir morgundaginn er góð á höfuðborgarsvæðinu og fyrir vestan, á meðan rigning verður á Suður- og Norðurlandi. Landsmenn geta þó allir glaðst yfir veðurspánni fyrir fimmtudag því þá er spáð nánast heiðskýru og sól um allt land. 

Hitinn á fimmtudag verður frá 9 til 16 stig, mestur á höfuðborgarsvæðinu. Á föstudag tekur svo að skýja að nýju á Austurlandi áður en skýjabakkinn færist vestur yfir landið. 

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert