Þingflokkurinn styður Hönnu Birnu

Hanna Birna Kristjánsdóttir og Bjarni Benediktsson á fundinum í dag.
Hanna Birna Kristjánsdóttir og Bjarni Benediktsson á fundinum í dag. Óskar Pétur/Eyjafréttir

„Við fórum yfir fjárlagafrumvarpið og áherslur ráðherra í einstaka málaflokkum. Síðan fór Hanna Birna vel yfir lekamálið og það lýstu allir miklum stuðningi við hana,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en þingflokkurinn fundaði í Vestmannaeyjum í dag.

„Við stefnum að hallalausum fjárlögum, áframhaldandi aðhaldi og ráðdeild og svo er mikill vilji fyrir einföldun og lækkun skatta,“ segir Guðlaugur aðspurður um áherslumál komandi haustþings. Upptaka nýs ráðuneytis var þó ekki rætt á fundinum.

Hann segir mikinn hug vera í þingmönnum fyrir haustþingi, en flokkurinn mun funda aftur í fyrramálið og fara yfir gjaldeyrishöftin sem og sjávarútvegsmál.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í Vestmannaeyjum í dag.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í Vestmannaeyjum í dag. Óskar Pétur/Eyjafréttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert