Bjart en kalt

Það er víða bjart veður en kalt á landinu vestan- og sunnanverðu. Vindur er að norðan og lítilsháttar væta um landið norðanvert, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er spáð norðan 3–10 austast á morgun og skýjað, en annars yfirleitt hægviðri og bjart veður. Hiti 7 til 16 stig að deginum, en heldur hlýrra á morgun.

Á fimmtudag:
Norðan 5–10 m/s og skýjað með A-ströndinni, annars hæg breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Hiti frá 8 stigum á NA-horninu, upp í 16 stig SV-til á landinu. 

Á föstudag og laugardag:
Hæg breytileg átt og bjart veður um mestallt land. Hiti víða 10 til 15 stig að deginum. 

Á sunnudag og mánudag:
Suðlæg átt 3–8 m/s. Skýjað með köflum V-lands og lítilsháttar væta, annars bjartviðri. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan. 

Á þriðjudag:
Vaxandi suðaustlæg átt með vætu suðvestantil, skýjað austantil, en annars víða bjartviðri. Hiti breytist lítið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert