Blóðsugur finnast víða í ferskvötnum

Krakkar á kanó á Rauðavatni. Undir yfirborðinu leynast ýmsar verur.
Krakkar á kanó á Rauðavatni. Undir yfirborðinu leynast ýmsar verur. Kristinn Ingvarsson

Blóðsugur finnast víða á Íslandi í ferskvötnum þar sem endur og aðrir vatnafuglar halda sig.

Blóðsuga festi sig á fót starfsmanns Útilífsskóla skáta í Breiðholti þegar hann fór með krakka á leikjanámskeiði á kanó á Rauðavatni í Reykjavík.

Karl Skírnisson, dýrafræðingur hjá Tilraunastöðinni að Keldum, segir í Morgunblaðinu í dag að líklegast sé um andiglu að ræða, en þær eru fuglasníkjudýr og lifa í nefholi anda. Stundum yfirgefa þær fuglana og setjast þá á steina á botni ferskvatna og það er í þeim tilfellum sem þær geta fest sig við fólk sem á leið hjá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert