„Mikil viðurkenning fyrir Landsvirkjun“

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar. mbl.is/Hersir Aron

Rafræn ársskýrsla Landsvirkjunar hefur verið tilnefnd til verðlauna í hinni alþjóðlegu Digital Communication Awards-keppni, í flokki rafrænna ársskýrslna.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki er tilnefnt til verðlaunanna.

,,Tilnefningin er mikil viðurkenning fyrir Landsvirkjun og viðleitni okkar til að auka skilning og sýnileika stefnu og starfsemi fyrirtækisins með auknu gegnsæi í rekstrinum, opnum samskiptum og virkri upplýsingamiðlun til hagsmunaaðila og almennings,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í fréttatilkynningu.

Sjá ársskýrslu Landsvirkjunar 2013

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert