Mývetningar smala austan Nýjahrauns

Péturskirkja heitir gangnamannaskáli í austurjaðri Nýjahrauns, hann nýttist gangnamönnum fyrrum, …
Péturskirkja heitir gangnamannaskáli í austurjaðri Nýjahrauns, hann nýttist gangnamönnum fyrrum, nú er skálans ekki lengur þörf vegna bættrar samgangna. mbl.is/Birkir Fanndal

Mývetningar smala í dag fé af svæði austan Nýjahrauns sem svo er nefnt, en það svæði liggur að Jökulsá á Fjöllum. Nýjahraun rann 1875 um sama leiti og gos var í Öskju.

Bændur ákváðu smölun að eigin frumkvæði, þeir vilja vera við öllu búnir minnugir erfiðra fjárheimtna á undangengnum tveimur haustum.

Gangnamenn eru fimmtán og fá þeir afbragðsfallegt veður í dag og ætti smölun því að geta gengið vel. Féð verður tekið á bíla við Hrauntagl og ætti að komast í heimalönd síðdegis í dag.

Péturskirkja heitir gangnamannaskáli í austurjaðri  Nýjahrauns,  hann nýttist gangnamönnum fyrrum, nú er skálans ekki lengur þörf vegna bættrar samgangna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert