Varasamt að fljúga yfir Heklu

Frá gosinu í Heklu árið 2000. stækka

Frá gosinu í Heklu árið 2000. mbl.is/Golli

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur hefur sent Samgöngustofu bréf þar sem hann bendir á að varasamt geti verið að fljúga yfir Heklu, þar sem hún geti byrjað að gjósa með litlum fyrirvara. Páll segir hættu á því að grunlaus flugmaður geti flogið inn í gossstrókinn við Heklu með skelfilegum afleiðingum. Litlu munaði að svo færi í byrjun Heklugossins 17. ágúst 1980.

Vefurinn Alltumflug.is gerði úttekt á þeim fjölda véla sem fóru um flugleiðina beint yfir Heklu í gær og kom í ljós að þær voru 19 talsins, þar af 17 farþegaþotur auk einnar einkaþotu og einnar fraktflugvélar. 

Almennt vinnulag á ekki við um Heklu

Í bréfi Páls, sem birt er á alltumflug.is í dag, kemur fram að hann hafi ekki í huga á almennu hættu sem stafi af því að fljúga yfir virkt eldfjall, enda séu um 30 slík á Íslandi og lítil áhætta að fljúga yfir þau flest. Hekla sé hinsvegar sérstök af þremur ástæðum.

Bréf Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði, til Samgöngustofu sem hann sendi nú í ágúst.

Bréf Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði, til Samgöngustofu sem hann sendi nú í ágúst.

Í fyrsta lagi vegna þess að hún virðist óvenju vinsæl meðal flugmanna, því 10-20 stórar farþegavélar fara beint yfir fjallið á degi hverjum. Ekkert annað eldfjall nálgast þessa tíðni, að sögn Páls. Í öðru lagi sker Hekla sig úr vegna þess að hún hefur verið að undirbúa gos í 14 ár, allt frá síðasta gosi. 

Í þriðja lagi er hættan meiri við Heklu vegna þess að mælanlegur fyrirvari gosa þar er óvenjustuttur, eða 23-79 mínútur samkvæmt reynslu frá gosunum 1970, 1980, 1991 og 2000. Flest önnur eldfjöll hafa sýnt lengri fyrirvara. Gosið árið 2000 er það eina í Heklu þar sem gefin var út aðvörun áður en gosið kom upp, enda var fyrirvarinn lengstur þá eða 79 mínútur.

Páll EInarsson jarðeðlisfræðingur.

Páll EInarsson jarðeðlisfræðingur. mbl.is(Ómar Óskarsson

Páll bendir á að ekki sé víst að hægt verði að gefa út viðvörun á undan næsta gosi. Við þetta bæist að byrjunarfasi Heklugosa er venjulega öflugur og gosstrókurinn rís hratt. „Almennar reglur og vinnulag í sambandi við flug og eldgos duga því tæpast hér, þótt þær geti verið gagnlegar við önnur eldfjöll,“ segir í bréfi Páls til Samgöngustofu.

Strókurinn rís hratt upp í flughæð

Í samtali við alltumflug.is segir Páll að það geti tekið gosmökkinn í Heklu ekki nema 5-20 mínútur að rísa upp í þá hæð þar sem flugvélar fljúga. Hann metur það svo að aðeins þyrfti að færa flugleiðina um 10 km í norður eða suður, til að vera öruggur og minnka áhættuna.

Samgöngustofa gaf þau svör  að engar takmarkanir séu gefnar út fyrir flugumferð nema fyrirséð sé að gos sé að hefjast, eða ef gos er þegar hafið. Páll bendir hinsvegar á í samanburði að í raun sé ekki mikil hætta á því þótt farþegaþotur séu að fljúga yfir Vatnajökul, því það muni taka gos í Bárðarbungu einhverjar klukkustundir að fara í gegnum jökulinn og fyrirvarinn verði því lengri. Annað eigi hinsvegar við um Heklu.

Hér að neðan sést listi yfir þær flugvélar sem flugu beint yfir topp Heklu í gær, 21. ágúst:

3:18 - MMM9601 - Gulfstream (einkaþota) - Keflavik (KEF) - Unknown - Gulfstream VI
7:33 - Etihad Airways - EY103 - Abu Dhabi (AUH) - New York (JFK) - Boeing 777-300ER
9:55 - United Airlines - UA69 - Stockholm (ARN) - Newark (EWR) - Boeing 757-200
10:45 - SAS - SK902 - Stockholm (ARN) - Newark (EWR) - Airbus A330-300
11:05 - Air Berlin - AB7420 - Berlin (TXL) - Chicago (ORD) - Airbus A330-200
12:05 - Austrian Airlines - OS65 - Vienna (VIE) - Chicago (ORD) - Boeing 767-300ER
12:10 - Ukraine International - PS231 - Kiev (KBP) - New York (JFK) - Boeng 767-300ER
12:24 - Austrian Airlines - OS71 - Vienna (VIE) - Toronto (YYZ) - Boeing 767-300ER
13:34 - United Airlines - UA953 - Munich (MUC) - Chicago (ORD) - Boeing 777-200ER
13:59 - Aeroflot - SU150 - Moscow (SVO) - Havana (HAV) - Airbus A330-200
14:49 - Delta Air Lines - DL203 - Stockholm (ARN) - New York (JFK) - Boeing 757-200
15:04 - Air Canada - AC811 - Istanbul (IST) - Toronto (YYZ) - Boeing 767-300ER
15:54 - Lufthansa Cargo - LH8220 - Frankfurt (FRA) - Chicago (ORD) - McDonnell Douglas MD-11
15:59 - Norwegian Long Haul - DY7091 - Copenhagen (CPH) - Los Angeles (LAX) - Dreamliner 787-8
16:09 - SAS (Business Class) - SK951 - Stavanger (SVG) - Houston (IAH) - Boeing 737-700BBJ
16:29 - SAS - SK943 - Copenhagen (CPH) - Chicago (ORD) - Airbus A340-300
17:14 - Air Canada - AC85 - Tel Aviv (TLV) - Toronto (YYZ) - Dreamliner 787-8
17:24 - Lufthansa - LH434 - Munich (MUC) - Chicago (ORD) - Airbus A340-600
19:19 - SAS - SK901 - Copenhagen (CPH) - Newark (EWR) - Airbus A340-300 

Sjá nánar á alltumflug.is

í Heklugosinu 1980 munaði litlu að flugvél lenti inni í gossstróknum sem reis hratt til ...

í Heklugosinu 1980 munaði litlu að flugvél lenti inni í gossstróknum sem reis hratt til himins. Morgunblaðið/Kristinn Ólafsson

Sautjánda Heklugosið frá landnámi, árið 1991, séð frá frá Skarði í Landssveit. Þegar gosið hófst ...

Sautjánda Heklugosið frá landnámi, árið 1991, séð frá frá Skarði í Landssveit. Þegar gosið hófst sást strókurinn fyrst, og síðan blossi. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Bloggað um fréttina

Loka

Innlent »

Rannsaki frekar áhrif á hafið

11:16 Hugmyndir um áhrif loftslagsbreytinga á lífríki sjávar einkennast af ágiskunum og nauðsynlegt er að gera frekari rannsóknir á þeim. Þetta kom fram í máli Hauks Þórs Haukssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, á fundi um loftslagsbreytingar í morgun. Meira »

Reynt að kúga fé af Sigmundi

11:11 Tvær konur á fertugsaldri voru handteknar fyrir helgina í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tilraun til fjárkúgunar. Þær eru grunaðar um að hafa sent bréf í pósti heim til forsætisráðherra og krafist þess að hann greiddi þeim tiltekna fjárupphæð. Meira »

Kjaraviðræðum vísað til sáttasemjara

10:55 Samninganefnd SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna ákvað á fundi sínum í gær að vísa viðræðum um endurnýjun kjarasamninga SFR, SLFÍ og LL við fjármálaráðherra til ríkissáttasemjara. Meira »

Hefur unnið öll mál gegn ríkinu

10:50 Erla Hlynsdóttir, blaðamaður, hefur í þrígang verið dæmd fyrir meiðyrði fyrir íslenskum dómstólum og í öllum tilvikum hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt að um brot gegn tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmálans sé að ræða. Meira »

„Það verður að fara að ljúka þessu“

10:47 „Það er öllum ljóst að það verður að fara að ljúka þessu,“ segir Páll Hall­dórs­son, formaður samn­inga­nefnd­ar BHM, um kjaradeilur bandalagsins og ríkisins. Enn hafa engir samningar náðst en félagsmenn BHM hafa nú verið í verkfalli í tæpar níu vikur. Meira »

15% telja Alþingi standa vörð um hagsmuni almennings

10:39 65,4% landsmanna segjast frekar eða mjög sammála því að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. 14,7% segjast frekar eða mjög sammála því að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings. Meira »

Vilja lækka innritunaraldur í haust

10:17 Fulltrúar Samfylkingar og VG í fræðsluráði Hafnarfjarðarbæjar hafa lagt fram tillögu um að lækka innritunaraldur í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar strax næsta haust. Í tillögunni felst að frá og með næsta hausti muni börn fædd í janúar til apríl 2014 fá úthlutað leikskólaplássi. Meira »

Eðlilegur hluti af lausafjárstýringu

10:39 Fyrrum starfsmenn fjárstýringar hjá Exista sögðu við aðalmeðferð í SPRON-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að félagið hefði alla jafna tekið fjölmörg peningamarkaðslán. Þau lán hefðu ávallt verið tekin án veða. Meira »

Strandblaksæði á klakanum

09:54 Strandblak hefur á síðustu árum stækkað mikið hér á landi og í dag eru nokkur hundruð manns sem stunda íþróttina að jafnaði. Við það bætist að almenningur er duglegur að spila þegar veður er gott. Uppbyggingin hefur verið nokkuð hröð og í dag eru vellirnir orðnir 41 á 29 stöðum á landinu. Meira »

Al-Thani hafði áhrif á stjórnina

09:45 Kaup sjeiksins Mohamed Al-Thani frá Katar á fimm prósenta hlut í Kaupþing banka í lok september 2008 efldi tiltrú manna á íslensku efnahagslífi og sannfærði fyrrum stjórnarmenn í SPRON um að Exista, sem átti stóran hlut í Kaupþingi, stæði styrkum fótum. Meira »

Árbæjarskóli sigraði í spurningakeppni grunnskóla

09:22 Spurningalið Árbæjarskóla bar sigur úr býtum í spurningakeppni grunnskólanna 2015, Veistu svarið.  Meira »

Erla hafði betur

08:33 Erla Hlynsdóttir hafði betur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun en þetta er þriðja málið sem Erla vinnur gegn íslenska ríkinu. Um var að ræða fyrirsögn fréttar sem Erla skrifaði í DV árið 2007 um meintan kókaínsmyglara. Meira »

Ófærð og hálka

08:18 Þrátt fyrir að dagatalið segi að það sé sumar virðast veðurguðirnir ekki vera sammála því enn berast tilkynningar um ófærð og hálku á vegum landsins. Meira »

Ísland fjarlægt smám saman

08:11 Taka mun einhvern tíma að fjarlægja Ísland af öllum vefsíðum Evrópusambandsins þar sem fjallað er um umsóknarríki að sambandinu. Þetta segir Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Víðir fékk hæstu einkunn í Harvard

07:46 „Í tímum er hugmyndafræðin á bakvið lögfræðina rædd frekar en hreinn prófaundirbúningur eins og grunnnámið mitt á Íslandi var meira,“ segir Víðir Smári Petersen sem útskrifaðist á fimmtudaginn frá Harvard-háskóla með hæstu einkunn í öllum fögum. Meira »

Stöðvaði jeppamanninn utan vegar

08:17 „Ökumaðurinn brást illa við, hann taldi för í umhverfinu réttlæta sinn utanvegaakstur. Taldi af og frá að hann væri að vinna náttúruspjöll. Vefengdi sömuleiðis að ég gæti sem landeigandi nokkuð sagt eða gert. En brotið er skýrt og verknaðurinn verður kærður.“ Meira »

Blikur á lofti með arnarvarp

07:57 Arnarvarp hefur farið vel af stað á landinu í ár með metfjölda hreiðra í varpi, 51, sem er einu fleira en í fyrra sem var einnig metár síðan talningar hófust. Meira »

Spurði ekki þingflokk VG

07:37 Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri grænna, leitaði aldrei samþykkis þingflokks VG fyrir framsali eignarhluta ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka til slitabúa föllnu bankanna á árinu 2009. Meira »
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 5.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
BOKIN.IS BÆKUR TIL SÖLU BOKIN.IS BOKIN.IS
BOKIN.IS RÚMLEGA 12 000 BÆKUR TIL SÖLU Á BOKIN.IS ...
Við bjóðum góða þjónustu og vönduð vinnubrögð......
Við vinnum öll okkar verk með alúð og vandvirkni. Við hjá SÞS trésmiðju vin...
ÍSLENSK MYNDLIST 1-2 BOKIN.IS BOKIN.IS BOKIN.IS
BOKIN.IS ÚRVAL BÓKA Á HEIMASÍÐU OKKAR. PANTANIR AFGREIDDAR SAMDÆGURS OG PÓST...
 
Lögfræðingur
Stjórnunarstörf
Mynd af auglýsingu ...
Hs orka
Tilboð - útboð
Útboð Orkuver Svartsengi Sjávarlögn St...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...
Grunnskólakennarar
Grunn-/framhaldsskóla
BLÖNDUÓSBÆR - GRUNNSKÓLAKENNARAR Kenna...