BBC fjallar um gosið

Fregnir af eldgosi í Dyngjujökli hafa þegar ratað í erlenda fjölmiðla. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að Ríkislögreglustjóri hafi ákveðið að færa hættustig upp á neyðarstig og Veðurstofa Íslands hafi fært litakóða vegna flug upp á rautt. Þá hefur APF-fréttaveitan einnig greint frá málinu. 

Í frétt BBC segir meðal annars að allir flugvellir landsins séu enn opnir. Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 er rifjað upp en askan frá gosinu truflaði flugumferð til og frá landinu. Þá segir einnig að svæðið hafi verið rýmt á miðvikudag. 

Frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert