Ekki byrjað að rýma Kelduhverfi

Ásbyrgi
Ásbyrgi Brynjar Gauti

Rýming er ekki hafin í Kelduhverfi en Sturla Sigtryggsson, ferðaþjónustubóndi í Keldunesi, segir að þau geri ráð fyrir að til þess geti komið síðar í dag. Bændur í Kelduhverfi smöluðu fé af Vestursandi, fyrir neðan hraunið í Kelduhverfi á miðvikudag en enn á eftir að sækja einhver hross þangað. Sturla á von á að þau verði sótt á eftir.

Að sögn Sturlu eru veiðimenn í Litluá og Skjálftavatni og ferðamenn í gistingu í Keldunesi. Hann segir að ferðamenn sem hafi ætlað að gista í Keldunesi í nótt hafi komið við hjá þeim áðan en þau höfðu verið í Ásbyrgi. Var þeim tjáð af yfirvöldum að þau yrðu að yfirgefa svæðið og ekki væri nóg að fara í Keldunesi heldur gert að fara til Akureyrar. 

Sturla og kona hans, Bára Siguróladóttir voru bæði róleg yfir fréttum af eldgosi undir Dyngjujökli þegar blaðamaður mbl.is heyrði í þeim en íbúum í Kelduhverfi hafa töluvert langan tíma til að koma sér af svæðinu ef til hlaups í Jökulsá á Fjöllum kemur.

Keldu­hverfi ligg­ur inn af botni Öxar­fjarðar á Norðaust­ur­landi. Næst sjón­um eru víðáttu­mik­il­ir sand­ar (Vest­urs­and­ur) sem eru nú að mestu grón­ir. Þetta eru óshólm­ar Jök­uls­ár á Fjöll­um, mýr­lent land, víða kjarri vaxið, með sjáv­ar­lón­um, stöðuvötn­um og ám.  Síðan tek­ur við gam­al­gróið hraun og er byggðin nú öll á þess­um forna hraunjaðri, enda ligg­ur þjóðveg­ur­inn þar. 

itlaá í Keldu­hverfi er bergvatnsá, sem upp­runa­lega átti sér ein­göngu upp­tök í lind­um sem heita Brunn­ar við bæ­inn Keldu­nes.  Frá 1976 á hún sér einnig upp­tök í Skjálfta­vatni en það myndaðist við jarðsig í Kröflu­eld­um. Vatnið úr Brunn­um er óvenju­heitt og bland­ast kald­ara vatni úr Skjálfta­vatni, þannig er meðal­hiti vatns­ins í ánni um 12°C. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert