Vísindamenn fljúga yfir Bárðarbungu

TF-SIF flýgur yfir Vatnajökul í dag.
TF-SIF flýgur yfir Vatnajökul í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ákveðið hefur verið að senda flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, á loft til að skoða þau umbrot sem eiga sér stað við Bárðarbungu úr lofti. Vísindamenn eru með í för.

Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu jókst töluvert nú rétt fyrir hádegi. 25 km gangur undir Dyngjujökli hefur lengst hratt til norðurs á síðustu klukkustundum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert