Gos líklegast milli Dyngjujökuls og Öskju

Kvikugangurinn liggur frá Bárðarbungu til norðurs í átt að Öskju.
Kvikugangurinn liggur frá Bárðarbungu til norðurs í átt að Öskju. mbl.is/Árni Sæberg

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur líklegast að eldgos verði á milli Dyngjujökuls og Öskju. Hann segir að núna stefni kvikugangurinn beint að megineldstöðinni Öskju. Hann bendir líka á að kvikan sé ekki bara á leið til norðurs heldur einnig niður á við.

Haraldur segir á bloggsíðu sinni að mikil breyting hafi orðið á skjálftavirkni undir Vatnajökli hinn 23. ágúst. Þá hafi skjálftavirknin tekið mikið stökk til norðurs, en einnig niður á bóginn. „Undanfarna viku hefur þungamiðjan af skjálftum stærri en 2 verið á dýpi í kringum 7 til 12 km.  

En hinn 23. ágúst er virknin mun dýpra, með flesta skjálfta af þessari stærð á bilinu 12 til 15 km. Gangurinn virðist fara dýpra en áður. Þetta er ekki sú hegðun, sem maður býst við sem undanfara eldgoss. Það skal þó tekið fram að stærsti skjálftinn, 5,3, og mesta útlosun orku til þessa, var á 5,3 km dýpi og annar 5,1 á 6 km.  

Það vekur athygli manns að nær engir skjálftar eiga upptök dýpri en um 15 km. Hvað veldur því? Er það ef til vill vegna þess, að á meira dýpi er jarðskorpan orðin svo heit, að hún brotnar ekki? Sjálfsagt eru kvikuhreyfingar að gerast dýpra en 15 km en við höfum ekki tólin og tækin til að sjá þær.

Kvikugangurinn frá Bárðarbungu heldur áfram að vaxa, en hefur nú breytt stefnu frá norðaustri til norðurs. Hann stefnir því beint að megineldstöðinni Öskju. Getur hann náð alla leið til Öskju? Það er aðeins 25 km leið frá jökulsporðinum á Dyngjujökli og til Öskju.  

Gangar geta orðið mjög langir. Tökum nokkur dæmi frá Íslandi. Skaftáreldar eða Lakagosið árið 1783 var sprungugos, sem kom upp í gegnum jarðskorpuna úr kvikugangi. Gossprungan sjálf er um 25 km löng, en allt bendir til að hún nái inn undir Vatnajökul og alla leið til Grímsvatna.

Kvikan sem gýs í Grímsvötnum er sú sama og kemur upp í Lakagígum. Það bendir til að gangurinn nái frá kvikuþrónni undir Grímsvötnum og alla leið til Lakagíga, eða um 70 km veg. Svipaða sögu er að segja um Eldgjá og Kötlu. 

Sprungan sem myndar Eldgjá er vitneskja á yfirborði um gang, sem nær alla leið til Kötlu. Efnagreiningar sýna að kvikan úr Eldgjá samsvarar kvikunni í kvikuþrónni undir Kötlu. Hér mun vera gangur sem myndaðist  árið 934, sem er um 55 km langur. 

Þriðja dæmið er Askja sjálf. Árið 1875 gaus í Öskju, en undanfari þess goss var sprungugos  í Sveinagjá, um 70 km norður af Öskju. Aftur hjálpar efnafræðin okkur hér og sýnir að basaltkvikan sem kom upp í Sveinagjá er hin sama og gaus í Öskju. 

Það er því auðvelt að hugsa sér að nýi gangurinn frá Bárðarbungu gæti náð til Öskju. Ef það gerist, þá er atburðarásin háð því hvort gangurinn sker kvikuþró Öskju, eða sneiðir framhjá.  

Eitt er það sem við lærum af hegðun ganganna í Lakagígum 1783, Eldgjá 934 og Sveinagjá 1875, að kvikan kom alltaf upp á yfirborðið þar sem gangarnir brutust í gegnum jarðskorpuna á láglendi. Kvikan er þungur vökvi og það er eðli hennar að streyma til hliðar, frekar en upp, svo framarlega sem opin sprunga er fyrir hendi. 

Mestar líkur eru því á gosi nú, þegar gangurinn skríður í gegnum jarðskorpuna undir söndunum norðan Dyngjujökuls og sunnan Öskju. Ef hann gýs ekki þar, þá tekur við norðar mikið hálendi Dyngjufjalla, Kollóttudyngju og Ódáðahrauns og ólíklegt að hann komi upp á yfirborð þar,“ segir Haraldur.

Haraldur Sigurðsson
Haraldur Sigurðsson mbl.is/Rax
mbl.is

Innlent »

Nagdýrið líklega með spínatinu

Í gær, 23:33 Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Meira »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

Í gær, 22:27 Sjálfstæðismenn vilja að opnunartími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Í gær, 22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »

11 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 21:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp 11 mánaða fangelsisdóm yfir manni á fimmtugsaldri fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá verði maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

„Ég stóð varla í fæturna“

Í gær, 21:30 Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Djúp lægð á leiðinni

Í gær, 20:35 Mikil úrkoma var á sunnanverðum Austfjörðum og á Ströndum í dag. Það er haustveður í kortunum en djúp lægð er á leið í átt til landsins og má búast við stormi á laugardaginn. Meira »

Ungir vísindamenn í víking

Í gær, 20:00 Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet og Vífill Harðarson halda í lok vikunnar til Tallinn þar sem þau taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Þau sigruðu í landskeppni ungra vísindamanna sem fór fram í Háskóla Íslands í vor. Meira »

Fresta landsfundi til næsta árs

Í gær, 20:28 Ákveðið var á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í dag að fresta landsfundi flokksins þar til í byrjun næsta árs. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Rákust saman í háloftunum

Í gær, 19:40 Tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum í íslenskri lofthelgi fyrir um tveimur vikum. Atvikið átti sér stað í um 3.000 feta hæð vestan við Langjökul 5. september og er málið til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Meira »

Stöðvuðu för bílaþjófs

Í gær, 19:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra stöðvaði för bílaþjófs í grennd við Bústaðaveg fyrr í kvöld. Vitni segist hafa séð lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar aka á eftir bílnum í forgangsakstri og að annarri lögreglubifreiðinni hafi verið ekið utan í bílinn. Meira »

Fjárskortur hjá Kvenfélagasambandinu

Í gær, 18:45 Kvenfélagasamband Íslands hefur þurft að segja upp báðum starfsmönnum sínum vegna fjárskorts. Við þurftum því að grípa til uppsagna áður en að það kæmi að því að við hefðum ekki efni á að borga launin,“ segir Bryndís Ásta Birgisdóttir, gjaldkeri sambandsins. Meira »

Íslendingur fær 35 milljónir í Víkingalottó

Í gær, 18:35 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en tæpir þrír millj­arðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Tveir hlutu hins vegar ann­an vinn­ing, sem var tæpar 35 milljónir króna og er annar þeirra búsettur hér á landi. Meira »

Fær afhent gögn úr eineltisskýrslu

Í gær, 18:31 Lögreglukona hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fær aðgang að hluta af gögnum úr sálfræðilegri greinargerð sem embættið lét útbúa eftir kvörtun konunnar um meint einelti í sinn garð. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamála. Meira »

„Það er allt í hers höndum“

Í gær, 17:50 „Ástandið er eins og Franco hefði komið og tekið yfir. Það er allt í hers höndum. Þeir loka fyrirtækjum og nú [fyrr í dag] er Katalóníutorg fullt af fólki,“ segir Jón Arason, sem er búsettur skammt fyrir utan Barcelona. Meira »

„Vítavert gáleysi“ af hálfu hinnar látnu

Í gær, 17:32 Maðurinn ungi, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð við Jökulsárlón árið 2015, neitar því að bera ábyrgð á andláti konunnar. Segir hann konuna hafa sýnt gáleysi. Meira »

Vinnur úr áföllum og sorg með listsköpun

Í gær, 18:20 Kolbrúnu Hörpu Kolbeinsdóttur er margt til lista lagt. Hún semur ljóð, skrifar sögur, skreytir kerti, þýðir og býr til gullkorn og margt fleira. Hún notar listsköpun til að tjá tilfinningar sínar og vinna úr áföllum sem hún hefur lent í. Meira »

Vestfirðingar fá að ræða við ráðamenn

Í gær, 17:40 „Þetta er fyrst og fremst tækifæri fyrir Vestfirðinga til þess að ræða við ráðamenn um þessi mikilvægustu uppbyggingarmál,“ segir Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga um borgarafundinn sem haldinn verður næstkomandi sunnudag. Meira »

Stórt skref í erfðaráðgjöf

Í gær, 17:02 Íslensk erfðagreining greindi frá nýrri rannsókn í dag sem fjallar um áhrif aldurs foreldra á stökkbreytingar í börnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að með rannsókninni séu hann og samstarfsmenn hans að færa heiminum nokkuð gott tæki til að nota í erfðaráðgjöf. Meira »
HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Varahlutir í Transalp 600cc1988 -1992 ca
Er með til sölu nokkra varahlutum í ofangreint hjól. Þetta eru kerti, bremsuborð...
Viltu auka innkomu þína ? Egat Nuddsteinar og pottur 39.000 kr saman. (basalt nuddsteinar ásamt steinapotti )
Viltu auka business þinn.(Hot Stones) . Hlægilegt verð :Egat Nuddsteinar (Basalt...
 
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...