Bjarnaborg rýmd vegna elds

Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í húsinu Bjarnaborg …
Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í húsinu Bjarnaborg á horni Vitastígs og Hverfisgötu. mbl.is/Styrmir Kári

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins rýmdi Bjarnaborg, fjölbýlishús á horni Hverfisgötu og Vitastígs, á áttunda tímanum eftir að tilkynnt var um eld og reyk í húsinu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu reyndist eldurinn vera í ruslageymslu hússins og hefur hann verið slökktur. Unnið er að reyklosa en tilkynnt var um eldinn upp úr klukkan sjö í morgun.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út og eins var Rauði krossinn kallaður út líkt og alltaf er þegar um rýmingu er að ræða. Var fenginn strætisvagn á staðinn þar sem íbúar hússins biðu á meðan slökkviliðið var að störfum.

Ekki er vitað um eldsupptök né heldur hversu miklar skemmdir hafa verið af völdum reyks og elds. Enginn slasaðist í eldsvoðanum, að sögn varðstjóra í slökkviliðinu.

Bjarnaborg var fyrsta eiginlega fjölbýlishúsið hér landi, en það var reist 1902. Húsið byggði Bjarni Jónsson sem bar viðurnefnið snikkari og var húsið kennt við hann. 

Eldsvoði við Hverfisgötu

Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í húsinu Bjarnaborg …
Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í húsinu Bjarnaborg á horni Vitastígs og Hverfisgötu. mbl.is/Styrmir Kári
Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í húsinu Bjarnaborg …
Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í húsinu Bjarnaborg á horni Vitastígs og Hverfisgötu. mbl.is/Styrmir Kári
Eldsvoði í húsi á mótum Vitastígs og Hverfisgötu
Eldsvoði í húsi á mótum Vitastígs og Hverfisgötu Karl Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert