„Enn engin merki um eldgos“

Bárðarbunga
Bárðarbunga mbl.is/Árni Sæberg

Erlendir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um skjálftavirknina í Bárðarbungu. Greint er frá skjálftanum sem varð í morgun og mældist 5,7 stig og kemur fram að skjálftinn hafi verið sá stærsti sem hefur komið frá því að skjálftahrinan hófst 16. ágúst.

„Það eru enn engin merki um eldgos,“ segir í frétt BBC og er vitnað í Veðurstofu Íslands. Enn er eldgosið í Eyjafjallajökli rifjað upp en þá komust margir Evrópubúar ekki leiðar sinnar vegna ösku sem truflaði flugumferð.

Reuters fjallar einnig um skjálftavirknina. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert