Íslendingar meira til útlanda

Sólarströnd.
Sólarströnd. mbl.is/Brynjar Gauti

Íslendingar sækja meira í ferðalög til útlanda ef marka má kortaveltu vegna gistingar innanlands sem dróst saman um 6% í júlí frá sama mánuði í fyrra. Greiðslur vegna flugferða jukust hins vegar um 6% og kortavelta erlendis var 5,7 milljarðar og jókst um 15,8% frá sama mánuði í fyrra.

Þetta kemur fram í tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar sem birtir mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna sundurliðaða eftir útgjaldaliðum og útgáfulandi korta.

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi í júlí var 18,3 milljarðar kr. Eftir því sem næst verður komist hefur erlend kortavelta aldrei verið meiri í einum mánuði. Í Sama mánuði í fyrra var erlend kortavelta næstum 15,4 milljarðar kr. og jókst því um 19% á milli ára.

Aðra sögu er að segja af ferðum Íslendinga. Svo virðist sem Íslendingar sæki meira í ferðalög til útlanda því kortavelta Íslendinga vegna gistingar innanlands dróst saman um 6% í júlí frá sama mánuði í fyrra á meðan greiðslur vegna flugferða jókst um 6%. Þá sýna tölur Seðlabanka að kortavelta Íslendingar erlendis hafi verið 5,7 milljarðar kr. og aukist um 15,8%  frá sama mánuði í fyrra.

Mest greitt fyrir gistingu og í verslun

Hæstu upphæðina greiddu erlendir ferðamenn í júlí fyrir gistingu. Erlend kortavelta gististaða nam 3,7 milljörðum kr. sem er um 17% hærri upphæð en í júlí í fyrra. Þá greiddu erlendir ferðamenn með kortum sínum 3,2 milljarða í verslunum í júlí sem er 16% hærri upphæð en í júlí í fyrra.

Af öðrum útgjaldaliðum má nefna 1,9 milljarða kr. erlenda kortaveltu veitingahúsa sem er 17% aukning frá fyrra ári, 1,5 milljarður í bílaleigur sem er 16% aukning á milli ára og 1,2 milljarða fyrir eldsneyti á bíla.

Óvenju mikil aukning var í erlendri kortaveltu í menningu og afþreyingu í júlí, eða sem nam 527 millj. kr. Stærstur hluti þess er til safna og gallería.

Þá tóku erlendir ferðamenn út reiðufé með kortum sínum í hraðbönkum fyrir 2,3 milljarða kr. sem var 3% hærri upphæð en í júlí í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert