Sektir nálægt aflaverðmæti fimm báta

Sem fyrr hefur ríkið verið drjúgt í strandveiðum sumarsins, en til loka júlímánaðar hafði Fiskistofa lagt á 22,5 miljónir í gjöld vegna umframveiða í 769 málum, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu.

Til samanburðar má nefna að meðalafli á bát í strandveiðum ársins er um 13,4 tonn og aflaverðmætið gæti losað fjórar milljónir króna alls. Þau gjöld sem þegar hafa verið lögð á eru því meira en verðmæti sumarafla fimm meðalbáta.

Í Morgunblaðinu í dag segir, að álagningu vegna brota í ágúst, sem er síðasti mánuður strandveiðanna, sé ekki lokið. Gjöld eða sektir eru einkum lögð á vegna dagsafla umfram 650 kíló í veiðiferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert