Söfnun á fræi mels og túnvinguls hafin

Við söfnun á melfræi á sérsmíðuðum vélum við Hallgeirsey.
Við söfnun á melfræi á sérsmíðuðum vélum við Hallgeirsey. Ljósmynd/Áskell Þórisson

Landgræðsla ríkisins hefur nú í ágústmánuði ráðist í söfnun á fræi af melgresi í Landeyjum og á Mýrdalssand og túnvingulsfræi í Gunnarsholti.

Söfnunin gengur vel að sögn Reynis Þorsteinssonar, deildarstjóra rekstrardeildar hjá Landgræðslunni, og er fræið ágætt þrátt fyrir að skort hafi á sólskin.

„Melgresisfræi hefur verið safnað alveg frá upphafi landgræðslustarfsins,“ segir Reynir og bætir við að sérsmíðaðar vélar séu nýttar til söfnunarinnar. Ástæða þess er að melgresið er ekki ræktað á ökrum og því ómögulegt að nýta hefðbundnar kornskurðarvélar í verkið. Túnvingullinn sætir annarri meðferð þar sem hann vex á ökrum og eru hefðbundnar kornskurðarvélar notaðar til söfnunarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert