Ekkert verður af flugi til Moskvu

Við Rauða torgið.
Við Rauða torgið. AFP

Þrátt fyrir að fá umbeðna afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir vikulegt áætlunarflug til Íslands frá höfuðborg Rússlands á laugardögum í vetur fóru flugmiðar hjá rússneska flugfélaginu Transaero aldrei í sölu. Nú er ljóst að Transaero mun ekki fljúga til Íslands í nánustu framtíð.

Þetta kemur fram á ferðavefnum Túristi. Þar segir að í fyrrasumar hafi Icelandair byrjað að fljúga til Sankti Pétursborgar en það var í fyrsta skipti sem í boði var upp á áætlunarflug milli Íslands og Rússlands. Flug þangað verður hins vegar ekki í boði í vetur. 

Hins vegar leit út fyrir að rússneska flugfélagið Transaero myndi fljúga á milli Íslands og Moskvu, eftir að þeir fengu umbeðna afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir vikulegt áætlunarflug. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir Túrista vildu Rússarnir ekki staðfesta hvort af fluginu yrði eða ekki fyrr en nýverið að Ekaterina Makarova, talsmaður félagsins, segir að Transaero muni ekki fljúga til Íslands í nánustu framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert