Íbúafundur í Ljósvetningabúð í kvöld

Flogið yfir mögulegt gossvæði.
Flogið yfir mögulegt gossvæði. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

íbúafundur verður haldinn í Ljósvetningabúð klukkan 20 í kvöld með lögreglustjóranum á Húsavík, fulltrúum almannavarna, Veðurstofunnar og öðrum hagsmunaaðilum. Þetta kemur fram í færslu á fésbókarsíðu almannavarna.

Þar segir að farið verði yfir málefni er varða jarðskjálftahrinuna við Bárðarbungu, viðbúnað og viðbrögð og fyrirspurnum íbúa um málið svarað. Í morgun var daglegur stöðufundur með viðbragðs- og hagsmunaaðilum í húsnæði björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert